Veistu hvað barnið þitt er að gera á netinu?

Fyrirlestur um skjánotkun og samfélagsmiðlanotkun barna 

Í samstarfi skólans við Foreldrafélag Vallaskóla er foreldrum/forráðamönnum boðið á fyrirlestur Skúla Braga Geirdals um skjánotkun og samfélagsmiðlanotkun barna mánudaginn 6. nóvember kl.  17:00 í Austurrými Vallaskóla. Gengið inn Engjavegsmegin. Fyrirlesturinn tekur um klukkustund.

Skúli Bragi Geirdal fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd mun fara yfir atriði í stafrænu umhverfi sem ber að varast auk þess að gefa góð ráð varðandi notkun barna á skjátækjum og samfélagsmiðlum.

Foreldrar/forráðamenn eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn um efni sem snertir okkur öll.

Skúli Geirdal