Vegna samræmdra prófa í 9. bekk 8.-10. mars


Undirbúningur samræmdra könnunarprófa í 9. bekk stendur nú yfir en prófin verða lögð fyrir í mars nk. Við viljum minna á nokkur atriði vegna fyrirlagnar könnunarprófanna.

Dagsetningar prófanna eru eftirfarandi:

Vikudagur: Dagsetning: Námsgrein:
Mánudagur 8. mars íslenska
Þriðjudagur 9. mars stærðfræði
Miðvikudagur 10. mars enska

*Varaprófdagar verða 15. og 16. mars.

Breyttar dagsetningar
Við vekjum sérstaklega athygli á breyttum dagsetningum könnunarprófanna sem tilkynntar voru með tölvupósti til skólastjóra grunnskóla þann 11. ágúst 2020. Þá liggja einnig dagsetningar prófanna á næsta skólaári fyrir.

Skráning í Skólagátt
Mikilvægt er að uppfæra skráningu nemenda og kennara í bekki í Skólagátt en leiðbeiningar um skráninguna eru á vef Menntamálastofnunar. Einungis þeir nemendur sem eru skráðir í Skólagátt fá úthlutaðan prófkóða. Lokafrestur skráningar er til miðnættis miðvikudagsins 24. febrúar nk.

Breytingar á Skólagátt
Eftir síðustu uppfærslu á Skólagátt má nú sjá hvaða nemendur eru skráðir í stuðningsúrræði eða undanþágu. Listi birtist í Skólagátt fyrir hvern bekk sem listi undir viðkomandi kennara. Þar má smella á nemendur til að sjá hvernig þeir voru skráðir.

Breyting á útfærslu próftíma
Allir nemendur geta nýtt sér bæði hefðbundinn próftíma, 150 mínútur, og viðbótarpróftíma, 30 mínútur, eða samtals 180 mínútur. Þessi breyting felur í sér að ekki þarf að sækja um stuðningsúrræði vegna lengri próftíma til Menntamálastofnunar nema nemandi þurfi enn lengri tíma en þrjár klukkustundir.

Stuðningsúrræði og undanþágur
Skrá þarf stuðningsúrræði og undanþágur nemenda fyrir miðnætti þriðjudaginn 24. febrúar í Skólagátt. Eyðublöð fyrir umsóknir um stuðningsúrræði og undanþágur má finna á heimasíðu stofnunarinnar. Athugið að sækja þarf um stuðningsúrræði í formi upplesturs, þ.e. svo hljóðskrár fylgi prófi. Vísað er til 7. gr. reglugerðar nr. 173/2017 vegna stuðnings við próftöku.

Nánari upplýsingar um stuðningsúrræði og undanþágur má finna í Leiðbeiningum um framkvæmd á vef stofnunarinnar.

Fyrirlögn á prófdag
Fyrirlögn prófa skal fara fram á tímabilinu frá kl. 8:00 til 16:00 á prófdag en skólastjóri ákveður nánar hvenær próf fara fram innan prófdagsins. Mikilvægt er að huga vel að netkerfi skólans og tryggja góða virkni tölvubúnaðar.

Kynningarprófin
Menntamálastofnun hvetur nemendur, kennara og foreldra til að skoða kynningarpróf. Þau eru í fullri lengd og eru hugsuð fyrir nemendur og foreldra til að skoða og kynna sér prófin og prófakerfið. Jafnframt er gagnlegt fyrir kennara og aðila í tölvuumsjón að nota kynningarprófið til að kynnast prófakerfinu, setja upp veflása og fleira.

Frekari upplýsingar
Við vekjum athygli á almennum upplýsingum um könnunarprófinleiðbeiningum um framkvæmd og skýrslum/samantektum um síðustu könnunarpróf.

Með kveðju,
Nói Kristinsson, verkefnisstjóri könnunarprófa.
Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs.