Vallaskóli fékk Erasmus+ styrk

verkefnistjorar2014Í byrjun september sótti Guðrún Jóhannsdóttir, deildarstjóri yngri deildar í Vallaskóla, námskeið í rekstri ,,Nám og þjálfunar“ Erasmus+ verkefna í Norræna húsinu. Á námskeiðinu var verkefnisstjórum gefin holl og góð ráð um hvernig standa eigi að slíkum verkefnum og þeir hvattir áfram til góðra verka. Í nýrri menntaáætlun Landskrifstofu Erasmus+ til 2020 er lögð áhersla á markvissa þátttöku í evrópsku samstarfi og að verkefnin séu betur tengd við stefnumið einstakra skóla/stofnana og á landsvísu þ.e. stefnu stjórnvalda.

Að loknu námskeiðinu var styrkjum úthlutað og fékk Vallaskóli úthlutað styrk til stjórnenda skólans til að fara á námskeið í Portúgal um Aukin gæði náms og í Slóveníu um Stjórnun til framtíðar á þessu skólaári.