Á tómstundamessunni var hægt að kynna sér þau fjölmörgu námskeið og æfingar sem standa til boða fyrir börn og unglinga í Sveitarfélaginu Árborg. Má þar nefna meðal annars frítímastarf skáta, björgunarsveita, tónskóla, félagsmiðstöðvar og kirkju auk þess sem fjölmargar íþróttagreinar voru kynntar.

Tómstundamessan var haldin í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum sem fram fór á milli kl. 9:00 og 13:30 fylgdu allir nemendur í grunnskólum Árborgar umsjónarkennurum sínum í íþróttahús Vallaskóla. Seinni hlutinn sem fram fór milli kl. 16:00 og 18:00 var ætlaður foreldrum sem gátu komið með börnum sínum til að kynna sér fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf í sveitarfélaginu.

Allir voru velkomnir en börn á grunnskólaaldri sem og börn í elstu deildum leikskóla voru sérstaklega velkomin ásamt foreldrum og forráðamönnum þeirra.

Mynd: Vallaskóli 2018 (IDR). Júdó.
Mynd: Vallaskóli 2018 (IDR). Körfubolti.
Mynd: Vallaskóli 2018 (IDR). Messugestir.