Tölvufíkn – fræðsla fyrir 8. bekk

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í 8. bekk.

Tölvufíkn – kannast einhver við það? Viltu vita meira? Taktu þá frá mánudaginn 22. apríl kl. 8.10-9.30.

Þorsteinn Kristján Jóhannsson kennari kemur í heimsókn og fjallar um tölvufíkn. Hann hefur farið víða um land með þessa fræðslu sl. ár og þekkir vel til málaflokksins.

Þorsteinn mun hitta nemendur og foreldra í 8. bekk saman í stofu 20 á Sólvöllum mánudaginn 22. apríl. Fræðsla Þorsteins hefst kl. 8.10 og við reiknum með að henni ljúki kl. 9.30. Foreldrar hvattir til að mæta og fræðast saman með börnum sínum.

Heimsókn Þorsteins er í samvinnu við Forvarnahóp Árborgar.