Þemadagar 20.-22. mars

Dagana 20. – 22. mars verða þemadagar haldnir í Vallaskóla.

Þá ætla nemendur og starfsfólk skólans að brjóta upp hefðbundið skólastarf og vinna þemavinnu þvert á árganga skólans. Þemað í ár er fjölmenning en við skólann eru nemendur frá 27 þjóðlöndum. Skóladagurinn hefst á hefðbundnum tíma eða kl. 8:10 en verður lokið á hádegi. Yngsta stig fer í hádegismat kl. 11:30, miðstig kl. 11:45 og unglingastig kl. 12:00. Nemendur mið – og unglingastigs fara heim að hádegisverði loknum. Boðið verður upp á fjölmenningarlegan mat í mötuneyti skólans þemadagana en þar verður m.a. mexíkóskur-, ítalskur og asískur matur á boðstólum. Þeir nemendur yngsta stigs sem fara á Frístund verða í gæslu til kl. 13:00. Foreldrar nemenda 1. – 4. árganga sem sækja sín börn eða vilja að þau fari heim fyrir kl. 13:00 þurfa að láta umjónarkennara sinna barna vita af því.
 
Á lokadegi þemadaga, föstudaginn 22. mars, er foreldrum og forráðamönnum boðið á sýningu þar sem nemendur kynna vinnu sína. Opið hús verður því milli klukkan 10:00 og 11:30. Að þemadögum loknum hefst páskaleyfi og hefst kennsla að því loknu samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 2. apríl.
 
Okkar bestu óskir um gleðilegt og gott páskaleyfi,
starfsfólk Vallaskóla.