Þakklæti

Dyggð desembermánaðar í Vallaskóla er þakklæti. Umsjón: 8.-10. bekkur.

Unglingarnir okkar hvetja alla til að taka þátt í umræðunni dyggðina í desember og janúar en hún kemur í kjölfarið á dyggð októbermánaðar, sem er vinsemd, og dyggð nóvembermánaðar, sem er kærleikur.

Við á Íslandi getum svo sannarlega verið þakklát fyrir margt eins og fram kemur í eftirfarandi lista – listi sem margir hafa kannski áður séð og gengið mann fram af manni.

· Ef þú átt mat í ísskápnum, átt föt, þak yfir höfuðið og stað til að sofa á þá ertu ríkari en 75% af öllum þeim er búa þessa jörð.

· Ef þú átt pening í bankanum, í veskinu eða auka klink í krukku þá ert þú í hópi 8% ríkasta fólki jarðarinnar.

· Ef þú vaknaðir heilsuhraustur í morgun þá ert þú betur staddur en milljón manns sem mun ekki einu sinni lifa út vikuna.

· Ef þú hefur aldrei upplifað stríðsátök, fangelsun, angist, pyntingar eða hungurverki þá ert þú heppnari en 500 milljónir annarra.

· Ef þú getur sótt kirkju án þess að óttast ofsóknir, handtöku, pyntingar eða dauða þá ert þú í betri stöðu en 3 milljarðar manna.

· Ef þú getur lesið þessa grein þá máttu vera þakklátur því meira en 2 milljarðar manna á jörðunni eru ólæsir.

Þakklætisspor
En þetta er aðeins brot af því sem við getum verið þakklát fyrir. Nemendur hafa rætt saman um þakklæti, og m.a. gert þakkarmiða og hengt upp (markað þakklætisspor í heiminn!) – eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þarna má líka sjá dæmi um plakat:

Stuttmynd
Nemendur í 9. AH gerðu áhrifaríka stuttmynd um þakklæti – frábært framtak hjá þeim.

Svo höldum við áfram að æfa okkur í því að þakka fyrir á nýju ári. Verið með!

Með kærri kveðju frá unglingastigi Vallaskóla.