Sumarstarf Zelsíuz

Í sumar verður félagsmiðstöðin Zelsíuz með öflugt og skapandi sumarsmiðjur fyrir alla krakka í 5. – 10. bekk. Smiðjurnar miða að heilbrigðu og skapandi starfi þar sem hver og einn ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hver smiðja stendur yfir í viku og opnum verður bæði aldurskipt eftir dögum og síðan verða sameiginlegar opnir það sem verður aldur skipt eftir þörfum. Smiðjurnar fara fram mánudaga til fimmtudaga milli 13:00 – 16:00.

Hver og ein smiðja hefur sérstaka yfirskrift og enginn er skyldugur til að mæta í fleiri smiðjur en hann/hún vill. Farið verður í útileiki, leiklist, myndlist og tónlist og ef vel tekst til er möguleiki á að þeir sem vilji geti fengið að halda áfram með einhver verkefni tengd smiðjunum út sumarið.

Pétur Karl starfsmaður Zelsiuz mun hafa umsjón með starfinu og Anna Þorsteinsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi verður honum innan handar. Annað starfsfólk ungmennahússins og félagsmiðstöðvarinnar mun aðstoða Pétur og verður alltaf gengið úr skugga um að nægur fjöldi starfsmanna verði með börnunum.

Aldurskipting eftir dögum

Mánudagar 5.-6. bekkur

Þriðjudaga allir velkomnir

Miðvikudaga 7.-10. bekkur

Fimmtudaga allir velkomnir

 

Þemavikurnar

11.-14. júní hópefli, útileikir og fleira sprell

18. – 21. júní leiklist

25. – 28. júní hin ýmsu myndlistaform, málning, sprei, túss, litir og fleira skemmtilegt.

2. – 6. júlí  tónlist

8. – 12. júlí  óákveðin ævintýravika

 

Kvöldopnanir í sumar fyrir 7. – 10. bekk

11. júní – 12. júlí

–          Opið hús í Zelsiuz öll miðvikudagskvöld milli 20:00 – 22:00

–          Höfðingjaleikur eða Brennó alla þriðjudaga milli 17:00 – 18:00. Þessi dagskrá liður er einnig fyrir eldri einstaklinga eins og ungmenni og eldri systkini.

Við vonumst til að sjá sem allra flesta!
Kær kveðja Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Zelsiuz