Grunnskólamótið í frjálsum
Grunnskólamót Árborgar í frjálsum var haldið fyrir nokkrum dögum hér í Vallaskóla. Þátttakendur voru hátt í 200 talsins og nemendur Vallaskóla stóðu sig með prýði.
Síðustu dagar skólaársins
Hér á heimasíðunni er nú hægt að nálgast upplýsingar um starfið í yngri og eldri deild síðustu dagana skólaárið 2010-2011.
7. SMG og árshátíð
7. SMG verður með árshátíð. Hefst kl. 19.30. Staðsetning: Austurrýmið á Sólvöllum. Gengið inn Engjavegsmegin.
Sundkennsla í næstu viku
Í næstu viku 23.- 27. maí verður sundlaugin lokuð v/viðgerða. Nemendur 5.- 10.bekkjar eiga að mæta í sundtímana í aðalanddyri skólans þar sem íþróttakennarar taka á móti þeim.
6. bekk boðið á diskó!
Til að ljúka starfi vetrarins hafa foreldratenglar nemenda í 6. bekk í Sunnulækjarskóla ákveðið að bjóða öllum 6. bekkingum í Árborg á diskótek 18. maí kl. 19-21 í Sunnulækjarskóla.
DJ-Sunnó leikur fyrir dansi.