Dagur íslenskrar tungu
Dagskrá verður í flestum árgöngum.
Það sem mun eiga sér stað er m.a: Eldri borgarar koma í heimsókn á yngsta stigið og verða með upplestur. 6. bekkur fer í heimsókn í leikskóla og nemendur lesa fyrir börnin. Í 7. bekk verður Stóra upplestrarkeppnin sett. Og á efsta stigi munu nemendur kynna Jónas Hallgrímsson og ljóð eftir hann verða lesin, sem og frumsamin ljóð 9. og 10. bekkinga.
Vetrarönn hefst
Kennt skv. stundaskrá.
Gestafyrirlesarar í umferðarfræðsu-vali
Fyrir nokkru fékk hópurinn í umferðarfræðslu-vali fékk til sín góða gesti frá Umferðarstofu, þær Þóru Magneu Magnúsdóttur og Karinu Ernu Elmarsdóttur fræðslufulltrúa.
Annaskipti/foreldraviðtöl
Í dag mæta nemendur með forráðamönnum sínum í viðtöl hjá umsjónarkennara. Farið verður yfir stöðu nýliðinnar annar og vitnisburður afhentur. Umsjónarkennarar senda út upplýsingar um viðtöl og tímasetningar.
Annaskipti/starfsdagur
Í dag er starfsdagur og undirbúningur fyrir foreldraviðtöl á morgun. Nemendur eru því í fríi í dag.