Forvarnadagurinn
Forvarnadagurinn var haldinn miðvikudaginn 31. október, í sjöunda sinn. Að venju voru það nemendur í 9. bekk sem tóku þátt í sérstakri dagskrá.
Aðalnámskrá grunnskóla – málþing
Miðvikudaginn 31. október lýkur kennslu um kl. 13.00. Ástæðan er sú að kennarar Vallaskóla eru á leið á málþing í FSu sem fjallar um innleiðingu aðalnámskrá grunn-, leik- og framhaldsskóla. Kennarar, úr framhalds-, leik- og grunnskólum hvaðanæva af Suðurlandi eru boðaðir á málþingið.
Forvarnadagurinn
Í dag, miðvikudaginn 31. október, er forvarnadagurinn haldinn í grunnskólum um allt land. Það eru nemendur í 9. bekk sem taka þátt í dagskrá dagsins. Markmiðið með deginum er að nemendur taki afstöðu gegn neyslu hvers kyns fíkniefna. Sjá nánar á heimasíðu átaksins: www.forvarnadagur.is
Haustfrí
Í dag, mánudaginn 29. október, hefst seinni dagur haustfrísins. Njótið vel. Kennsla hefst aftur á morgun skv. stundaskrá, þriðjudaginn 30. október.