Val 10. bekkinga á námsbrautum í framhaldsskóla
Olga Sveinbjörnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Vallaskóla, kynnti nýverið meistaraprófsritgerð sína Val 10. bekkinga á námsbrautum í framhaldsskóla – val, viðhorf og væntingar nemenda í ljósi búsetu.
Davíð Bergmann
Davíð Bergmann verður með fræðslu fyrir foreldra nemenda í 8.-10. bekk í kvöld, mánudaginn 1. október. Sjá auglýsingu hér.
Fjárfestum í tíma með börnunum okkar
Davíð Bergmann meðferðarráðgjafi var með forvarnafræðslu fyrir nemendur í 9. og 10. bekk núna í vikunni. Boðskapur og áhrifarík saga Davíðs snertir okkur öll, enda meðtóku nemendur hvert einasta orð. Davíð verður líka með fund fyrir foreldra, auglýsing sjá hér.
Forvarnafræðsla
Mánudaginn 24. september og þriðjudaginn 25. september verður Davíð Bergmann með forvarnafræðslu fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Fræðslan tekur um 80 mínútur og verður einblínt á eiturlyfjavá. Í byrjun næstu viku mun Davíð halda fræðslufund fyrir foreldra. Nánar síðar.
NEVA Fundur 27. september 2012
Neva, fundur fimmtudaginn 27. september Mættir: Esther, Hjördís Inga, Elísa, Guðbjartur, Kári, Anna Júlía, Hallgerður, Dagur og Guðbjörg. Fundur settur klukkan 13:41. 1. Rætt um eineltisdaginn 8. nóvember og hvað við ættum að gera þann dag. Það sama og í fyrra – að faðma skólann. Eða baka pizzu, hver bekkur bakar smá bút og svo …