Unglingar og kynlíf
Dagana 14. og 15. janúar nk. mun hún Sigga Dögg kynfræðingur koma með kynfræðslu inn í skólann fyrir nemendur á unglingastigi í Vallaskóla. Sigga Dögg mun í framhaldi af þeirri fræðslu vera með fyrirlestur fyrir foreldra í sal skólans, Austurrýminu á Sólvöllum, þriðjudaginn 15. janúar kl. 18:00 – 19:30. Gengið er inn Engjavegsmegin.
Ég C þig ekki!
Í vetrarmyrkrinu er auðvitað mikilvægt að gangandi og hjólandi vegfarendur noti endurskinsmerki. Talað er um að ökumenn sjái gangandi vegfaranda með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr en þann sem ekki er með slíkan öryggisbúnað.
Kennsla eftir jólfrí hefst
Jólafríinu er lokið og kennsla hefst aftur skv. stundaskrá fimmtudaginn 3. janúar 2013. Vonandi hafið þið haft það gott í jólafríinu – velkomin aftur!
Skólamáltíðir – gjaldskrárbreyting
Gjaldskrá fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Árborgar hefur tekið breytingum frá og með 1. janúar 2013.
Nýtt ár hafið
Skólastarfið er hafið á ný eftir gott jólafrí, og flestir örugglega ánægðir að byrja á hinu fasta dagsskipulagi – kannski pínu þreyttir. En sól hækkar á lofti og áður en við vitum af er komið sumar. Vonandi hafa allir notið jólahátíðarinnar.