Hjóladagur 10. maí
Föstudaginn 10. maí verður haldinn hjóladagur í Vallaskóla með ýmsum uppákomum. Hjólaþrautabraut verður sett upp á skólalóðinni og lögreglan kemur í heimsókn og skoðar reiðhjól nemenda, stýrir fræðslu og umræðu um reiðhjól, vespur og almennt umferðaröryggi. Einnig munu Kiwanismenn koma í heimsókn og gefa nemendum 1. bekkja reiðhjólahjálma. Af því tilefni viljum við minna foreldra […]
Uppstigningardagur – skólaferðalag í 10. bekk
Í dag, fimmtudaginn 9. maí, er uppstigningardagur. Þá er frí hjá nemendum almennt en nemendur í 10. bekk eru í skólaferðalagi þennan dag og verða fram á föstudagskvöld. Þau leggja af stað miðvikudaginn 8. maí. Farið verður í Skagafjörðinn. Dagskrá á Bakkaflöt.
Skólaþríþraut Frjálsíþróttasambands Íslands
Þrjár stúlkur úr 6. bekk í Vallaskóla tóku þátt í lokakeppni Skólaþríþrautar Frjálsíþróttasambands Íslands á laugardaginn, 4. maí. Til keppni var boðið þeim sem náðu bestum árangri í undankeppni sem haldin var í skólunum fyrr í vetur, en keppt er í 60 m hlaupi, kúluvarpi og hástökki.
Ljósmyndataka í 10. bekk og ruslatínsla
Það er nóg að gera hjá árgangi 1997. Ekki aðeins er útskriftin framundan og útskriftarferðalag heldur á að festa þau á mynd í dag, þriðjudaginn 7. maí, og svo þurfa þau einnig að taka þátt í ruslatínslu eftir hádegið sem er liður í fjáröflun fyrir útskriftarferð.
