Starfskynningar í 10. bekk
Starfskynningar í 10. bekk fara fram 13. og 14. mars. 15. mars skila nemendur svo af sér skýrslu um starfskynningarnar.
Rósaball
NEVA, Nemendafélag Vallaskóla, mun halda Rósaball 14. febrúar fyrir nemendur í 8.-10. bekk – Austurrýminu á Sólvöllum. Rósaballið er ólíkt öðrum böllum að því leyti að dansfélagi hvers og eins þátttakanda verður dreginn út fyrir fyrsta dans kvöldsins. Nemendur fá að vita á fimmtudaginn (í skólanum) hver sé þeirra dansfélagi. Dregið verður úr sérstökum dansfélagapotti …
Furðuföt og lífsgleði
Öskudagur var haldinn hátíðilegur í Vallaskóla og á Bifröst – skólavistun. Margir nemendur og starfsmenn skólans komu í búningum eða í öðru dulargervi. Nemendur á yngsta stigi voru þó duglegust allra enda komu flest þeirra í búningum.
Öskudagur
Félagsmiðstöðin Zelsiuz býður upp á öskudagsskemmtanir fyrir krakka í 1.-7. bekk. Skemmtun fyrir krakka í 1.-4. bekk Herlegheitin byrja kl. 13:15 og lýkur skemmtuninni kl. 14:30. Meðal þess sem verður í boði eru leikir í umsjón unglinga úr Zelsiuz, fjörug tónlist, kötturinn margfrægi verður sleginn úr tunnunni og sjoppa verður á staðnum. Aðgangur er ókeypis …
Rósaball NEVA
NEVA, Nemendafélag Vallaskóla, mun halda Rósaball 14. febrúar fyrir nemendur í 8.-10. bekk – Austurrýminu á Sólvöllum.