Árshátíð í 5. bekk
Árshátíð 5. bekkja verður haldin fimmtudaginn 11. apríl. Verður hún í Austurrýminu og hefst kl. 18.00. Gengið er inn Engjavegsmegin. Foreldrar að sjálfsögðu velkomnir! Nánar í upplýsingapósti frá umsjónarkennurum.
Leikskólabörn skoða Vallaskóla
Föstudaginn 8. mars fóru öll elstu börnin í heimsókn í Vallaskóla, alls 26 börn. Í ár höfum við þann háttinn á að öll börn heimsækja báða grunnskólana óháð því í hvorn þau munu svo stunda nám í. Samfélagið hér á Selfossi býður upp á tvo grunnskóla og sjálfsagt að börnin kynnist þeim báðum.
Árshátíð í 7. bekk
Árshátíð 7. bekkja verður haldin miðvikudaginn 10. apríl kl. 18.30 í Austurrými skólans á Sólvöllum. Foreldrar eru velkomnir. Nánar í upplýsingapósti frá umsjónarkennurum.
Netfréttabréf forvarnahópsins
Nú er tölublað nr. 3 komið út af Netfréttabréfi Forvarnahóps Árborgar. Þar er m.a. fjallað um tölvufíkn, kynlíf og unglinga og samstarf við Útvarp Suðurland.
Höfum þetta í lagi!
Þar sem tíðin hefur verið góð hafa börnin komið á reiðhjólum í skólann, sem er vel. Engu að síður skal minnt á að foreldrar hugi vel að öryggisbúnaði hjólanna, þ.á.m. reiðhjólahjálmi, og að farið sé eftir umferðarreglum í einu og öllu. Það sama gildir um notkun rafmagnsvespa, sem nokkuð er af um þessar mundir.