Fjármálafræðsla
Edda Kristín Hauksdóttir, kennari í Hagaskóla, heimsótti okkur í Vallaskóla miðvikudaginn 18. september sl. og fjallaði um fjármálafræðslu.
Foreldrakynning í 1. bekk
Fer fram þriðjudaginn 17. september frá kl. 17.30-19.30 í Ásgarði, stofu 20 við mötuneytið, á Sólvöllum. Nánar auglýst síðar.
Fastir liðir eru góðir fyrir sinn hatt
Skólinn fór af stað með sínum föstu liðum og ekki annað hægt að segja að flestir uni sáttir við sitt, enda alltaf gott að byrja rútínunni aftur. Foreldrakynningar eru langt komnar, útileikfimin er orðin að innileikfimi og samræmd könnunarpróf eru framundan i 10., 7. og 4. bekk.
NEVA Fundur 12. september 2013
Neva fundur 12.9 2013 Mættir: Ívar, Dagur, Anna, Þórunn, Heiðrún, Þóra, Guðbjörg, Sunneva. Fundargerð ritar MIM. 1. Kosning í embætti. Þóra formaður, Þórunn ritari, Heiðrún varaformaður. 2. Ball. Hugmynd um haustball. DJ Sveppz. Samvinna við BES og Sunnulækjarskóla. Glowstick/rave ball. Mögulega haldið í fjallasal. Athuga hver er umsjónarmaður nemendaráðs í Sunnulæk og BES. 3. Nemendaráðsmyndband/árshátíðarmyndband. …
Foreldrakynning í 3. bekk
Fer fram fimmtudaginn 12. september frá kl. 8.10-9.00. Tekið er á móti foreldrum í stofu 7 á vesturgangi Sólvalla. Nemendur í 3. bekk mæta við umsjónarstofur sínar kl. 8.10 og verða í skipulögðu starfi á skólavistun á meðan foreldrakynningu stendur.