Skákgjöf
Gunnar Egilsson og Sæunn Lúðvíksdóttir komu færandi hendi í Sunnulækjarskóla í morgun. Þau gáfu grunnskólum Árborgar 15 taflborð og taflmenn til að hvetja til aukinnar skákiðkunar í skólunum.
Gullin í grenndinni
Fyrir skemmstu fóru 6. GEM, 6. SKG, 2. GG og 2. GMS saman í skógarferð. Gengu nemendur ásamt kennurum sínum og stuðningsfulltrúum út í Vinaskóg.
6. nóvember 2013 Vissir þú!
…að rannsóknir sýna að börn sem njóta mikillar útiveru og útvistar eru glaðari, hraustari og klárari. Þau eru með meiri sjálfsaga, lausnamiðaðri og markvissari í hugsun. Þau búa yfir betra sjálfstrausti, sköpunargleði og eru samvinnufúsari. Setjið ykkur markmið – farið oftar út í næstu viku en þessari :-). Að frjáls leikur barna úti í náttúrunni …
Hlutfallslegir útreikningar
Nemendur í 8. bekk voru að læra um hlutföll í stærðfræði fyrir skemmstu og enduðu á því að vinna í hópum þar sem hver hópur valdi sér leikfang og átti að teikna mynd þar sem leikfangið var stækkað.
Starfskynningar í 10. bekk
Dagana 30.-31. október og 1. nóvember verða helgaðir starfskynningum í 10. bekk. Nemendur heimsækja fyrirtæki/stofnanir fyrstu tvo dagana en koma svo í skólann föstudaginn 1. nóvember og skila vinnubók og munnlegri skýrslu. ATH! að kennt er skv. stundaskrá 1. nóvember eftir fyrstu tvo tímana. Hægt er að nálgast starfskynningargögnin hér á síðunni ef einhver hefur …