Samfélagsfræðikennsla í verki
Strákarnir í 8. bekkjunum ákváðu að stíga út fyrir þægindarammann, ögra normunum eða staðalímyndum og athuga hver viðbrögð samfélagsins yrðu við naglalökkuðum gaurum.
Vetrarfrí
Og það er líka vetrarfrí í dag, föstudaginn 21. mars. Njótið bara áfram að vera í fríi. Sjáumst í skólanum mánudaginn 24. mars.
Vetrarfrí
Það er vetrarfrí í dag, fimmtudaginn 20. mars. Njótið vel!
Gísli súri
Nemendur í 10. bekk munu fara á leiksýningu Kómedíuleikhússins ,,Gísli súri“ í dag. Sýningin verður í félagsmiðstöðinni Zelsiuz og fer fram á skólatíma. Góða skemmtun!
Kvöldvaka
Kvöldvaka verður haldin á unglingastigi frá kl. 18.00-22.00 í dag, mánudaginn17. mars. Fer hún fram í Austurrýminu á Sólvöllum og gengið er inn Engjavegsmegin. Foreldrar þeirra nemenda sem ætla að mæta eru beðnir um að fylgjast vel með því að börn þeirra fari beint heim að kvöldvöku lokinni.