Búið að Kveikja
Þá er spurningakeppni Vallaskóla, KVEIKTU, lokið þetta árið. Úrslitakeppnin fór fram í Austurrými Vallaskóla þann 11. apríl, síðasta kennsludag fyrir páskafrí. Það voru sprækir piltar úr 9. MM sem fóru með sigur af hólmi eftir drengilega keppni við þrautreynda jaxla úr 10. RS.
Páskafrí hefst
Frá og með 12. apríl til og með 21. apríl er páskafrí. Hafið það sem allra best í fríinu.
Lokakeppni Kveiktu
Í dag, föstudaginn 11. apríl, fer fram úrslitakeppnin í Kveiktu. Ath. skv. skóladagatali átti að vera íþróttadagur í dag en þeim viðburði er frestað fram yfir páska.
Þemadagar
Það er sem sagt þemadagur í dag, sá seinni af tveimur.
Árshátíð 7. bekkjar
Árshátíð nemenda í 7. bekk verður í dag, fimmtudaginn 10. apríl kl. 17.30. Árshátíðin er sem fyrr haldin í Austurrýminu. Gengið er inn Engjavegsmegin. Foreldrar eru velkomnir.