Kertasund
Nemendur hafa verið að þreyta kertasund síðustu daga. Það getur reynst þrautin þyngri að synda með kerti yfir laugina án þess að á því slokkni. Nemendur eru samt furðu lunknir við þetta og hafa gaman af. Nokkrar myndir gefur að líta á Facebook-síðu okkar.
Gunnar Helgason í heimsókn
Í dag heimsótti Gunnar Helgason rithöfundur nemendur 3.-7. bekkjar. Las hann upp úr nýútkominni bók sinni. Hlustað var af mikilli athyggli og voru allir hinir ánægðustu. Myndir á Facebook-síðu Vallaskóla.
Vasaljósaferð 1. bekkjar
Í gær stóðu tenglarnir í 1. bekk fyrir vasaljósaferð í hellinn í Hellisskógi. Boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Svo var sungið og það varð til þess að jólasveinarnir í Ingólfsfjalli runnu á hljóðið. Þeir komu og heimsóttu okkur þó að nokkrir dagar séu í að þeir heimsæki okkur formlega. En jólasveinar eru alltaf …
Matseðill desembermánaðar
Nú er hægt að skoða á vef skólans hvað boðið er upp í mötuneyti skólans í jólamánuðinum. Sjá: Matseðill desembermánaðar.