Smíðagripir
Undanfarna daga hafa nemendur verið að leggja lokhönd á hluti sem þeir eru að vinna í smíði. Sumir af þeim eiga eflaust eftir að lenda í jólapakka einvhers. Hér gefur að líta sýnishorn af því sem nemendur 7. GEM hafa verið að gera í haust.
Forvarnardagurinn
Fyrir allnokkru síðan var Forvarnardagurinn haldinn hátíðlegur í skólum landsins. Í tilefni dagsins var unnið verkefni og úrlausnum skilað til dómnefndar. Nýlega birti nefndinn hverjir höfðu orðið hlutsksarpastir og kom þá í ljós að Leó Snær í 9. MA var einn þeirra. Verðlaunin voru afhent af forseta Íslands Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni við hátíðlega athöfn …
Æfingar fyrir litlu-jólin
Æfingar standa nú yfir hjá öllum bekkjum fyrir skemmtanir sem verða á litlu-jólunum 18. og 19. desember. Nemendur 7. bekkjar æfðu af miklum móð uppsetningu á Jólasveinavísum í dag. Fleiri myndir á Facebook-síðu Vallaskóla.
Judo
Ekki alls fyrir löngu fengu nemendur í 3.-7. bekk kynningu á Judo- sjálfsvarnaríþróttinni. Var það einn af íþróttakennurum skólans, Einar Ottó, sem hafði veg og vanda af kynningunni. Nemendur sýndu þessari fornu sjálfsvarnarlist mikinn áhuga og þótti gaman að fá að æfa sig Judotöknum.
Litlu-jólin
Skipulag Litlu-jólanna í Vallaskóla er eftirfarandi: 1. og 2. bekkur föstudaginn 19. desember kl. 8:30 – 10:00 3. og 4. bekkur föstudaginn 19. desember kl. 10:30 – 12:00 5. og 6. bekkur fimmtudaginn 18. desember kl. 17:00 – 18:20 7. bekkur fimmtudaginn 18. desember kl: 18:30-19:50 8.-10. bekkur fimmtudaginn 18. desember kl: 20:00-21:30 …