Heldriborgarar í heimsókn
Í síðustu viku heimsóttu nokkrir heldriborgarar nemendur í tölvuvali. Nemendurnir aðstoðuð þá við að koma sér inn heim spjaldtölvunnar. Vinsælustu öppin þessa stund sem heimsóknin stóð yfir voru Facebook og Snapchat. Mikil ánægja var með þessa heimsókn bæði hjá ungum og öldnum. Ljóst er að margir voru betur tengdir eftir heimsóknina en þeir voru fyrir …
Öskudagur
Á öskudaginn er skóladagur og mega nemendur koma í búningum í skólann, en eru vinsamlegast beðnir um að skilja öll vopn og aðra fylgihluti eftir heima. Kennslu í 5. – 10. bekk verður hætt kl. 13:00 til jafns á við Sunnulækjarskóla.
Sprengidagur
Á sprengidaginn verður þjóðlegur matur á boðstólum í mötuneytinu fyrir þá sem eru skráðir í mat.
Bolludagur
Á bolludaginn mega nemendur koma með bollu í nesti eins er 10.bekkur með bollusölu.
Þrír íslandsmeistarar í sama bekk
Sá óvenjulegi atburður varð um helgina að þrír krakkar úr sama bekknum, 7. SKG, urðu um helgina Íslandsmeistarar í frjálsum íþróttum. Hákon Birkir í 60 metra hlaupi, 60m grindarhlaupi og hástökki. Hildur Helga í kúluvarpi. Vilhelm Freyr í kúluvarpi. 7.SKG hlýtur því að teljast besti frjálsíþrótta-bekkur landsins þessa dagana.