Starfsfræðsla
Síðastliðinn þriðjudag 10. febrúar fóru nemendur 10. bekkja Vallaskóla á þjónustuskrifstofu stéttarfélagsins Bárunnar. Þar fengu þau kynningu á þjónustu stéttarfélaganna, fengu gagnlegar upplýsingar um sögu verkalýðsbaráttunnar og réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Áður en kynningin hófst var boðið upp á pizzur. Hjalti Tómasson sá um kynninguna og svaraði fjölmörgum spurningum sem tengjast ungu fólki á vinnumarkaði. …
Bolludagur, sprengidagur og öskudagur
Nú líður að því að þorrinn kveðji okkur og góan heilsi með hækkandi sól. Í næstu viku er bolludagur, sprengidagur og öskudagur sem hver með sínu sniði setur svip sinn á skólastarfið. Hér kemur skipulagið í Vallaskóla fyrir þessa þrjá daga: Á bolludaginn mega nemendur koma með bollu í nesti eins er 10.bekkur með bollusölu. Á …
100 daga hátíðin í 1. bekk
Fyrir stuttu síðan héldu nemendur og kennarar í 1. bekk upp á að hundrað dagar eru liðnir síðan skólagangan hófst. Nemendur bjuggu sér til hundraðdagakórónu og smelltu á hausinn og unnu alls skonar verkefni teng tölunni hundrað. Mikil gleði og glaumur var og var samdóma álit allra að þessir hundrað dagar hafi verið fljótir að líða. …
Innritun í grunnskóla skólaárið 2015−2016
Innritun barna sem eru fædd árið 2009 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2015 fer fram 18.−27. febrúar næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt á Mín Árborg eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu. Þeim umsóknum á að skila í viðkomandi skóla. Upplýsingar um skólahverfi hvers skóla …
Innritunarferlið í framhaldsskólana
Nú styttist óðfluga í að nemendur 10. bekkjar innriti sig í framhaldsskóla. Gott er að kynna sér ferlið áður en af stað er farið og því hefur náms- og starfsráðgjafi skólans tekið saman kynnigu um það. Hana má skoða með því að smella á slóðina hér fyrir neðan. Gott er að opna Prezy-glærurnar í …