Öskudagur
Á öskudaginn er skóladagur og mega nemendur koma í búningum í skólann, en eru vinsamlegast beðnir um að skilja öll vopn og aðra fylgihluti eftir heima. Kennslu í 5. – 10. bekk verður hætt kl. 13:00 til jafns á við Sunnulækjarskóla.
Sprengidagur
Á sprengidaginn verður þjóðlegur matur á boðstólum í mötuneytinu fyrir þá sem eru skráðir í mat.
Bolludagur
Á bolludaginn mega nemendur koma með bollu í nesti eins er 10.bekkur með bollusölu.
Þrír íslandsmeistarar í sama bekk
Sá óvenjulegi atburður varð um helgina að þrír krakkar úr sama bekknum, 7. SKG, urðu um helgina Íslandsmeistarar í frjálsum íþróttum. Hákon Birkir í 60 metra hlaupi, 60m grindarhlaupi og hástökki. Hildur Helga í kúluvarpi. Vilhelm Freyr í kúluvarpi. 7.SKG hlýtur því að teljast besti frjálsíþrótta-bekkur landsins þessa dagana.
Opið hús hjá framahaldsskólum
Athyggli 10. bekkinga er vakin á vefsíðu sem sett hefur verið upp vegna opinna húsa hjá framhaldsskólum. Á þeirri síðu má nálgast upplýsingar um hvenær framhaldsskólarnir bjóða 10. bekkingum í heimsókn. Síðuna má nálgast hér.