Sumarleyfi
Skrifstofa Vallaskóla lokar 16. júní og opnar aftur eftir sumarleyfi 6. ágúst. Skólastarf hefst að nýju með skólasetningu 24. ágúst. Verður það nánar auglýst á vef skólans auk staðarblaða. Starfsfólk Vallaskóla óskar nemendum og forráðamönnum þeirra gleðilegs sumars.
Skólaferð 7. bekkinga í Bása
Dagana 4.-5. júní fóru nemendur í 7. bekk Vallaskóla ásamt kennurum í skólaferðalag í Bása. Krakkarnir voru sér og sínum til sóma, kurteisir og líflegir. Það var gengið á fjöll, vaðið í læknum, spilað, sungið og leikið. Flottir krakkar á ferð.