Súpufundur um tölvufíkn
Samborg í samvinnu við fræðslusvið Árborgar verður með fyrirlestur þriðjudaginn 5. apríl kl 19:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Haldið verður áfram að fjalla um tölvuvanda og tölvufíkn barna og unglinga en Friðþóra Arna Sigþórsdóttir hélt fjölsótt erindi í byrjun mars. Núna mun Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur, flytja erindi um um ofnotkun internetsins sem einnig hefur verið kölluð …
Opið hús í framhaldsskólum/uppfærist reglulega
Opna dagatal
Kveiktu-meistarar skólaársins 2015-2016
Þau Sunneva, Leó Snær og Benedikt í 10. LV höfðu betur í úrslitakeppni spurningakeppni Vallaskóla, Kveiktu.
Lokarimman í spurningakeppninni Kveiktu
Spurningakeppni Vallaskóla, Kveiktu, hefur verið í fullum gangi nú í marsmánuði. Undankeppnum er lokið og stefnir í spennandi lokarimmu á milli 10. LV og 9. BA föstudaginn 18. mars kl. 11.10 í Austurrými Vallaskóla. Hanna Lára Gunnarsdóttir er sem fyrr höfundur spurninga en spyrill skólaárið 2015-2016 er Gísli Felix Bjarnason kennari.
Jón Þórarinn vann Stóru upplestrarkeppnina
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninar fór fram í Grunnskólanum í Hveragerði 10. mars sl. Að venju var keppnin jöfn og spennandi og þegar dómarar höfðu setið á rökstólum varð niðurstaðan á þá leið að Jón Þórarinn Þorsteinsson, nemandi í Vallaskóla, skipaði 1. sætið, í 2. sæti var Ingveldur Jóna Þorbjörnsdóttir og í því þriðja Emilía Torfadóttir sem …