Annaskil/Starfsdagur
Kæru fjölskyldur nemenda Vallaskóla. Framundan eru annaskil dagana 21.-22. febrúar. Starfsdagur verður 21. febrúar (þá er frí hjá nemendum) og foreldradagur 22. febrúar en þá mæta forráðamenn með börnum sínum til viðtals í skólanum. Tímapantanir fara eingöngu fram í Mentor (sjá nánar bréf frá umsjónarkennurum). Opnað var fyrir viðtöl í Mentor þriðjudaginn 14. febrúar kl. …
Nám að loknum grunnskóla
Á heimasíðu Vallaskóla eru eftirfarandi upplýsingar um námsframboð framhaldsskóla á Íslandi. Þetta efni er unnið af Ásthildi G. Guðlaugsdóttur, náms- og starfsráðgjafa Kársnesskóla með styrk frá Erasmus +.
Team Spark – kynning fyrir 10. bekk
Þátttökuskólum GERT býðst að fá kynningar frá Team Spark, teymi verkfræðinema við HÍ sem vinna að því að smíða rafmagnskappakstursbíl. Þau segja frá þeim ævintýrum og áskorunum sem þau hafa upplifað með þátttöku sinni í Formula Student. Nemendur í 10. bekk Vallaskóla fá kynningu á þessu í dag, föstudaginn 17. febrúar. Team Spark
Bolludagurinn, mánudaginn 27. febrúar
BOLLA – BOLLA – BOLLA Bolludagurinn, mánudaginn 27. febrúar Mánudaginn 27. febrúar er bolludagur. 10. bekkur verður með bollusölu fyrir nemendur í 7.-10. bekk eins og undanfarin ár. Er það liður í fjáröflun hjá nemendum 10. bekkjar vegna útskriftarferðar þeirra í vor. Þessi hefð heldur áfram hjá næstu árgöngum og því er mikilvægt að taka …
Innritun 6 ára barna skólaárið 2017-2018
Sjá frétt á www.arborg.is .