Áramótaútskrift í 10. bekk 2017-2018
Fjórir nemendur útskrifuðust í dag samkvæmt reglum um áramótaútskrift úr 10. bekk Vallaskóla. Þetta eru þær Anna Linda Sigurðardóttir, Íris Ragnarsdóttir, Sara Lind A. van Kasteren og Matthildur Vigfúsdóttir. Allar eru þær nemendur í 10. SAG.
Litlu jól 1.-5. bekkur
Litlu jólin fyrir nemendur í 1. – 5. bekk verða miðvikudaginn 20. desember kl: 10:00 í íþróttasal Vallaskóla. Þennan dag mæta börnin einungis á skemmtunina og við hvetjum foreldra og forráðamenn til að mæta með sínu barni. Eins og áður verða nemendur 6. – 10. bekk með sína jólasamveru þann 19. desember. Skólahald Vallaskóla hefst …
Litlu jólin 6.-10. bekkur
Litlu jólin hjá 6. – 10. bekk þriðjudaginn 19. desember í Austurrýminu. Kennarar senda nánara skipulag til sinna bekkja. · 6. bekkur: Jólasamvera í Austurrýminu kl. 16:30 -17:30 · 7. bekkur: Jólaspilavist í Austurrýminu kl. 17:45 -18:45 · 8.-10. bekkur: Stofujól og samvera í Austurrýminu kl: 19.40 – 21.00 Skólahald Vallaskóla eftir jólafrí hefst svo aftur að nýju miðvikudaginn 3. janúar 2018 og mæta …
Norsk jól
Nemendur í norsku í Vallaskóla hafa undanfarið unnið þemaverkefni sem ber heitið „Jul i Norge“.
Skreytingadagur
Nú styttist í jólin og komin tími til að færa skólann okkar í jólabúning. Föstudaginn 1. desember er skreytingardagur í Vallaskóla. Nemendur skreyta stofuna sína í samstarfi við kennara og boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Íþróttir, sund og verkgreinar verða á sínum stað en það verður föndrað og skreytt í öðrum tímum. …