Skákkennsla í Vallaskóla fyrir yngsta stig

Sæl kæru foreldrar og forráðamenn.

Nemendum sem hafa áhuga á skák og eru í 1. – 4. bekk er boðið í taflkennslu eftir skóla á þriðjudögum frá kl:13:00-13:40.

Vallaskóli 2018 (IDR). Skák

Teflt verður á bókasafninu og eru nemendur beðnir um að hitta kennarann þar. Björgvin Smári Guðmundsson, kennari við skólann og formaður Skákfélags Selfoss og nágrennis sér um skákkennsluna. Björgvin Smári er FIDE-trainer og hefur töluverða reynslu af skákkennslu.

Ef barnið þitt hefur áhuga á þátttöku þarf bara að mæta, en nauðsynlegt er að láta starfsmenn frístundaheimilis vita og biðjum við foreldra um að athuga það.