Staðan í Kveiktu

Nú er lokið fyrstu umferð spuringakeppninnar KVEIKTU.

Liðin fjögur sem eftir standa eru 8. HS, 9. GOS/de, 9.MS og 10. DS. Keppnin hefur verið geysispennandi og öll liðin verið mjög sterk og jöfn. Ekki hvað síst var leikurinn milli 8. AH og 9. MS verulega taugatrekkjandi þar sem úrslit réðust eftir tvo bráðabana!

Aldrei fyrr hefur janfnspennandi keppni verið háð og verður gaman að fylgjast með HS bekknum áfram á næstu árum.

Það hefur einnig verið gaman að fylgjast með því að bekkirnir eru undantekningarlítið að styðja við bakið á sínu liði.

Næstu leikar verða miðvikudaginn 23. mars í 3. og 4. tíma.


Í 3. tíma keppir 9. GOS við 9. MS og í 4. tíma keppir 8. HS við 10. DS.