Fréttasafn

Fréttir frá Vallaskóla

Skólaþing Vallaskóla

16. janúar 2012

Fimmtudaginn 19. janúar verður Skólaþing Vallaskóla haldið, bæði þing nemenda og foreldra. Á skólaþinginu fá allir tækifæri til að koma hugmyndum sínum og skoðunum um skólann á framfæri.

NEVA Fundur 13. janúar 2012

13. janúar 2012

Nemendaráðsfundur 13. janúar 2012  Mætt: Már, Halldóra, Karen, Elfar, Andrea, Esther, Alexandra, Guðbjartur og Kári. Barnaböll/diskó. 25. jan. 1-4 bekkur 200 kr. 5-7 bekkur 300 kr. 10. bekkur sér um sjoppuna og Kári og Guðbjartur varasjoppustjórar. Ball 1-4 bekkur frá […]

NEVA Fundur 5. janúar 2012

5. janúar 2012

Nemendaráðsfundur 5. janúar 2012. Mættir: Halldóra, Karen, María, Elfar Oliver, Andrea Victors, Alexandra Björg, Þóra, Kári, Guðbjartur. Sett upp drög að dagskrá fram að skólaslitum í júní. Dagskrá eftir áramót.   Janúar Barnadiskó 25. jan. 1-4 bekkur og 5-7 bekkur. […]

Kennsla hefst eftir jólafrí

3. janúar 2012

Velkomin aftur og gleðilegt nýtt ár!

Nýtt fréttabréf

3. janúar 2012

Nýjasta tölublað ,,Samstíga“ er komið út. Sjá hér.

Starfsdagur

2. janúar 2012

Starfsdagur í Vallaskóla. Nemendur í fríi.

Lestur hefur aldrei verið mikilvægari

2. janúar 2012

Ásta Björk Björnsdóttir, kennari og kennsluráðgjafi, hélt mjög góðan fyrirlestur fyrir kennara í dag um læsi. Í grófum dráttum skiptir miklu máli fyrir börn nútímans og framtíðar, og þá ekki síst á grunnskólaaldri, að ná tökum á þessari grundvallar færni.

Gleðilegt ár

2. janúar 2012

Gleðilegt ár! Í dag, 2. janúar, er starfsdagur í Vallaskóla og starfsmenn eru í óða önn að undirbúa skólastarfið fyrir morgundaginn. Nýr matseðill er kominn á heimasíðuna og búið er að uppfæra gjaldskrár í mötuneyti og á skólavistun.

Litlu jól 1.-4. bekkur

16. desember 2011

Litlu jólin hjá 1.-4. bekk verða haldin í Austurrýminu í Vallaskóla föstudaginn 16. desember, sem er síðasti skóladagur fyrir jólafrí. Jóladagskrá, m.a. jólaguðspjallið, leikþættir og dans.

Tvær jólaskemmtanir verða sem hér segir (sjá einnig skilaboð umsjónarkennara):

Klukkan 9:15 – 10:30 1. IG, 2. MS, 3. ÁRJ, 4. GU og 4. GMS


Klukkan 10:30 – 11:45 1. ASG, 2. BB, 2. ÁRS, 3. HÞ og 3. KV


Nemendur eiga að mæta við stofuna sína og hitta umsjónarkennarann sem fer með þeim í salinn.

Von er á rauðklæddum körlum í heimsókn.

Nemendur mæta aftur þriðjudaginn 3. janúar 2012 samkvæmt stundatöflu. Mánudagurinn 2. janúar er starfsdagur í Vallaskóla.

Skólavistun er opin 16. desember og 2. janúar.

Með jólakveðju – starfsfólk Vallaskóla.

16. desember 2011

Kæru nemendur og foreldrar!
Fyrir hönd starfsfólks Vallaskóla óska ég ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs um leið og ég þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að kveðja. Með jólakveðju – Guðbjartur Ólason, skólastjóri.

Netfréttabréf Zelsiuz desember 2011

16. desember 2011

Haustmánuðir hafa liðið hratt og á augabragði er kominn desember. Það er því löngu kominn tími til að kynna vetrardagskrána. Í vetur verða ekki gerðar miklar breytingar á starfinu fyrir utan að mánudagskvöld verða klúbbakvöld. Þá verður boðið upp stráka og stelpuklúbba, kvikmyndaklúbb, sviðslistaklúbbinn Jón og fjölmiðlaklúbbinn Friðbert.

Litlu jól 5.-10. bekkur

15. desember 2011

Litlu jólin hjá 5.-10. bekk verða haldin í Austurrýminu í Vallaskóla fimmtudaginn 15. desember, sem er síðasti skóladagur fyrir jólafrí hjá nemendum í 5.-10. bekk.

Þrjár jólaskemmtanir verða sem hér segir:

Klukkan 15.30 – c.a. 16.30  5. og 6. bekkur
Nemendur mæta í umsjónarstofur og fara svo með umsjónarkennara sínum í salinn.

Klukkan 17.00 – c.a.18.00  7. bekkur
Nemendur mæta í Austurrýmið. Sérstök jólaskemmtun í boði.

Klukkan 18.00 – c.a. 20.00  8.-10. bekkur
Nemendur mæta í umsjónarstofur – stofujól. Síðan verður haldin jólakvöldvaka frá c.a. 18.30.

Nemendur mæta aftur þriðjudaginn 3. janúar 2012 samkvæmt stundatöflu. Mánudagurinn 2. janúar er starfsdagur í Vallaskóla.

Með jólakveðju – starfsfólk Vallaskóla.