Fréttasafn

Fréttir frá Vallaskóla

Kvöldvaka á unglingastigi

13. október 2011

Unglingastig efnir til kvöldvöku í Austurrými Vallaskóla fimmtudaginn 13. október frá kl. 20-22. Gengið er inn Engjavegsmegin.

Dagskrá:

Hæfileikakeppni.
Tónleikar með The Assassin of a Beautiful Brunette.

Gestaskólar eru: Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Sunnulækjarskóli og Flóaskóli.

Sjoppa á staðnum.

Forsala miða hefst mánudaginn 10. október. Miðinn kostar 500 kr. í forsölu en 700 við dyrnar.

Lesa Meira>>

Norræna skólahlaupið

11. október 2011

Norræna skólahlaupið verður haldið á morgun, 11. október. Reynt er að stíla inn á góða veðurspá og því var ákveðið að fara af stað með svona stuttum fyrirvara.

Lesa Meira>>

Norræna skólahlaupið þriðjudaginn 11. október

10. október 2011

Norræna skólahlaupið verður haldið á morgun, 11. október. Reynt er að stíla inn á góða veðurspá og því var ákveðið að fara af stað með svona stuttum fyrirvara.

Lesa Meira>>

Starfsdagur/haustþing

7. október 2011

Starfsdagur er í dag, föstudaginn 7. október. Þá eru nemendur í fríi.

Haustþing kennara fer einnig fram í dag, sem að þessu sinni fer fram á Hvolsvelli.

ATH! Kennslu lýkur kl. 12.40 fimmtudaginn 6. október vegna haustþingsins.

Lesa Meira>>

Félagsmiðstöðin er líka fyrir 5.-7. bekk

7. október 2011

Stutt er síðan að félagsmiðstöðin Zelsíuz ákvað að hefja formlegt starf fyrir 5. – 7. bekk. Opið verður fyrir bekkina milli 17:00-18:30 annan hvern miðvikudag.

Lesa Meira>>

Forvarnadagurinn

6. október 2011

Forvarnadagurinn var haldinn hátíðlegur 5. október sl.

Lesa Meira>>

Starfsdagur og haustþing kennara

5. október 2011

Föstudaginn 7. október verður starfsdagur í Vallaskóla og haustþing kennara. Nemendur verða þá í fríi. Athygli skal vakin á því að kennslu lýkur kl. 12.40 fimmtudaginn 6. október vegna haustþings kennara.

Lesa Meira>>

7. bekkur – bólusetning

5. október 2011

Stúlkur í 7. bekk munu fá HPV-bólusetningu gegn leghálskrabbameini 5. október 2011 hér í Vallaskóla. Sjá frétt 23. september.

Lesa Meira>>

Grænmetisdagur

3. október 2011
Lesa Meira>>

Nýr matseðill

3. október 2011

Matseðill októbermánaðar er kominn á heimasíðu.

Lesa Meira>>

Föstudagsfjör/yngsta stig

30. september 2011

Yngsta stig hefur nú verið að undirbúa kynningu á októberdyggðinni. Kynningin mun fara fram á föstudagsfjöri 30. september.

Klukkan 11:20 munu nemendur yngsta stigs standa fyrir “Föstudagsfjöri” í íþróttasal Vallaskóla. Þar verður kvatt til vinsemdar og vináttu í söng, upplestri og leik.

Foreldrar yngsta stigs eru velkomnir í “fjörið”

Nemendur á yngsta stigi munu á næstu dögum heimsækja alla aðra bekki skólans og kynna dyggðina með gjöfum, söng og leik.

Fyrir hönd yngsta stigs
Jóna Hannesdóttir, deildarstjóri

Lesa Meira>>

Vinsemd fæðir vinsemd

30. september 2011

…segir á einu plakatinu sem nemendur í 4. GMS færðu nemendum í 9. MA. Þetta er hverju orði sannara og átti vel við daginn í dag, 30. september, en nemendur á yngsta stigi kynntu októberdyggð skólans, vinsemd, og skelltu sér í föstudagsfjör.

Lesa Meira>>