Fréttasafn
Fréttir frá Vallaskóla
Hjálmar frá Kiwanismönnum
Á hjóladeginum 10. maí fengu allir nemendur 1. bekkja nýjan reiðhjólahjálm, buff, bolta og glitmerki að gjöf frá Kiwanismönnum hér á Selfossi.
Lesa Meira>>Grillað úti
Í góða veðrinu fyrir stuttu var útikennsla hjá nokkrum hópum í heimilisfræði. Sjötti bekkur fór t.d. í nestisferð um morguninn og eftir hádegi elduðu og bökuðu strákarnir úr 7. MIM á útigrilli í garði skólans.
Lesa Meira>>Laus störf við Vallaskóla
Laus störf við Vallaskóla frá og með 1. ágúst 2013. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2013 Sjá auglýsingu hér.
Lesa Meira>>Hollensk heimsókn
Við fengum skemmtilega heimsókn frá Hollandi í apríl sl. Það voru fjórir kennarar frá skólanum Wellantcollege, Brielle í Hollandi, bær sem er 20 km vestan frá Rotterdam. Skólinn er með nemendur á aldrinum 12-16 ára og námið er m.a. landbúnaðartengt.
Lesa Meira>>Hjóladagur 10. maí
Föstudaginn 10. maí verður haldinn hjóladagur í Vallaskóla með ýmsum uppákomum. Hjólaþrautabraut verður sett upp á skólalóðinni og lögreglan kemur í heimsókn og skoðar reiðhjól nemenda, stýrir fræðslu og umræðu um reiðhjól, vespur og almennt umferðaröryggi. Einnig munu Kiwanismenn koma […]
Lesa Meira>>Uppstigningardagur – skólaferðalag í 10. bekk
Í dag, fimmtudaginn 9. maí, er uppstigningardagur. Þá er frí hjá nemendum almennt en nemendur í 10. bekk eru í skólaferðalagi þennan dag og verða fram á föstudagskvöld. Þau leggja af stað miðvikudaginn 8. maí. Farið verður í Skagafjörðinn. Dagskrá […]
Lesa Meira>>Skólaþríþraut Frjálsíþróttasambands Íslands
Þrjár stúlkur úr 6. bekk í Vallaskóla tóku þátt í lokakeppni Skólaþríþrautar Frjálsíþróttasambands Íslands á laugardaginn, 4. maí. Til keppni var boðið þeim sem náðu bestum árangri í undankeppni sem haldin var í skólunum fyrr í vetur, en keppt er […]
Lesa Meira>>Ljósmyndataka í 10. bekk og ruslatínsla
Það er nóg að gera hjá árgangi 1997. Ekki aðeins er útskriftin framundan og útskriftarferðalag heldur á að festa þau á mynd í dag, þriðjudaginn 7. maí, og svo þurfa þau einnig að taka þátt í ruslatínslu eftir hádegið sem […]
Lesa Meira>>Uppskerutónleikar í 2. bekk
Kæru foreldrar/forráðamenn. Nú fer vetrarstarfi tónlistaruppeldis í 2. bekk senn að ljúka. Mig langar því að bjóða ykkur að mæta með börnum ykkar á litla „tónleika“ nemendanna. Þeir verða haldnir þriðjudaginn 7. maí í Austurrými Vallaskóla. Vegna stærðar bekkjanna mæta […]
Lesa Meira>>Skólavistun – Undirbúningur fyrir sumarið og skólalok
Nú þegar daginn er farið að lengja og gróðurinn farinn að taka við sér förum við á Skólavistun einnig að búa okkur undir sumarið.
Lesa Meira>>