Foreldrakynningar í 5., 6. og 7. bekk

Fara fram föstudaginn 6. september frá kl. 8.10-9.30. Tekið er á móti foreldrum í Austurrýminu á Sólvöllum.

Nemendur í 7. bekk eru í fríi fyrstu tvo tímana og mæta því fyrst í skólann kl. 9.30 þennan sama dag.

Nemendur í 6. bekk mæta kl. 8.10 í skólann og fara í list- og verkgreinar á meðan foreldrakynningum stendur.

Nemendur í 5. bekk mæta kl. 8.10 í skólann við umsjónarstofur sínar og fara í skipulagt starf á meðan foreldrakynningum stendur.