Fréttasafn
Fréttir frá Vallaskóla
Samræmd könnunarpróf
Samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk verða haldin í vikunni 23.-27. september. 10. bekkur verður í prófum frá 23.-25. september og 4. og 7. bekkur dagana 26.-27. september.
Lesa Meira>>NEVA Fundur 19. september 2013
Neva fundur 19.9.2013 Mættir. Ívar, Sunneva, Anna, Dagur, Þórunn, Guðbjörg, Þóra, Hafrún. Fundargerð ritar MIM. 1. Ball eftir samræmd próf. Ekki hægt. Hugsanlegt að skoða 9. október. Þemaball, hiphop, halloween, hippaball, vinaball, bjóða 2 úr öðrum skóla. Vantar hljómsveit/DJ. 2. […]
Lesa Meira>>Fjármálafræðsla
Edda Kristín Hauksdóttir, kennari í Hagaskóla, heimsótti okkur í Vallaskóla miðvikudaginn 18. september sl. og fjallaði um fjármálafræðslu.
Lesa Meira>>Foreldrakynning í 1. bekk
Fer fram þriðjudaginn 17. september frá kl. 17.30-19.30 í Ásgarði, stofu 20 við mötuneytið, á Sólvöllum. Nánar auglýst síðar.
Lesa Meira>>Fastir liðir eru góðir fyrir sinn hatt
Skólinn fór af stað með sínum föstu liðum og ekki annað hægt að segja að flestir uni sáttir við sitt, enda alltaf gott að byrja rútínunni aftur. Foreldrakynningar eru langt komnar, útileikfimin er orðin að innileikfimi og samræmd könnunarpróf eru […]
Lesa Meira>>NEVA Fundur 12. september 2013
Neva fundur 12.9 2013 Mættir: Ívar, Dagur, Anna, Þórunn, Heiðrún, Þóra, Guðbjörg, Sunneva. Fundargerð ritar MIM. 1. Kosning í embætti. Þóra formaður, Þórunn ritari, Heiðrún varaformaður. 2. Ball. Hugmynd um haustball. DJ Sveppz. Samvinna við BES og Sunnulækjarskóla. Glowstick/rave ball. […]
Lesa Meira>>Foreldrakynning í 3. bekk
Fer fram fimmtudaginn 12. september frá kl. 8.10-9.00. Tekið er á móti foreldrum í stofu 7 á vesturgangi Sólvalla. Nemendur í 3. bekk mæta við umsjónarstofur sínar kl. 8.10 og verða í skipulögðu starfi á skólavistun á meðan foreldrakynningu stendur.
Lesa Meira>>Foreldrakynning í 4. bekk
Foreldrakynningar í 4. bekk verða miðvikudaginn 11. september frá kl. 8.10-9.00. Mæting er í stofu 12. Gengið er inn um aðalanddyri eða inn vesturgang gengt Tryggvagötu. Nemendur verða í íþróttatíma á meðan foreldrakynningu stendur.
Lesa Meira>>Fræðslufundur um nýja aðalnámskrá
Ný aðalnámskrá grunnskóla boðar talsverðar breytingar og uppstokkun á starfsháttum og inntaki náms á íslandi. Af þeim sökum standa Heimili og skóli og SAFT fyrir kynningarfundum víðs vegar um landið árið 2013 þar sem foreldrum er boðið að koma og fræðast […]
Lesa Meira>>Foreldrakynningar í 9. og 10. bekk
Boðað er til foreldrakynningar í 9. og 10. bekk mánudaginn 9. september kl. 8.10-9.30. Mæting er í Austurrýminu á Sólvöllum – gengið er inn Engjavegsmegin. Nemendur í 9. og 10. bekk mæta fyrst kl. 9.30 sama dag. Sjá einnig upplýsingar […]
Lesa Meira>>4. september 2013 Aukum neysluna á ávöxtum og grænmeti
Kæru foreldrar/forráðamenn Vallaskóli er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli og á þessu starfsári verkefnisins sem líkur 30. september erum við að vinna með mataræði og tannheilsu. 1. október nk. hefst nýtt starfsár og þá munum við vinna með hreyfingu og […]
Lesa Meira>>Útileikfimi 23. ágúst – 6. september
Foreldrar eru minntir á að útileikfimi stendur yfir hjá nemendum tímabilið 23.8-6. september. Haga skal klæðnaði samkvæmt því. Sjá nánar í upplýsingariti sem sent var í Mentorpósti eða hér á heimasíðu undir ,,Fréttabréf“ (til hægri á forsíðu) og þar næst í ,,Foreldrabréf“.
Lesa Meira>>