Skólastefna Árborgar

Fræðslusvið Árborgar hefur gefið út Skólastefnu Árborgar. Í inngangi segir að ,,Skólastefnan er vegvísir fyrir starf leik- og grunnskóla í Sveitarfélaginu Árborg og skapar ákveðinn ramma fyrir helstu áherslur. Leitast er við að skýra þau grunngildi sem aðilar skólasamfélagsins í Árborg vilja að skólarnir séu þekktir fyrir og einkenni verk þeirra. Stefnan markar framtíðarsýni í skólamálum og á erindi til alls samfélagsins.“ (Skólastefna Árborgar bls. 6.)

Sjá nánar hér (á arborg.is undir fræðslusvið). Foreldrar og aðrir eru hvattir til að kynna sér stefnuna.