Skólastarfið 3.nóvember-17.nóvember 2020

Vallaskóla 3.11.2020

Komið þið öll blessuð og sæl.
(Bréfið er sem fyrr einnig þýtt á pólsku og ensku).
Áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir og skólastarf frá og með 3. nóvember til og með 17. nóvember 2020.
Eins og flestir vita hefur ný reglugerð um samkomutakmarkanir tekið gildi
vegna farsóttar og sérstök reglugerð um skólastarfið, sjá hér.

Helstu breytingar frá fyrra skipulagi eru þessar:
 Unnið er út frá hugtakinu rými. Rými er t.d. kennslustofa. Við tölum ekki
lengur um hólf eða svæði.

 Unnið er út frá hugtakinu hópar. Starfsfólk má fara á milli nemendahópa
en reynt verður eftir fremsta megni að blanda ekki saman árgöngum.

 Fjöldatakmarkanir gilda fyrir hvert rými.
o Í 1.-4. bekk má að hámarki 50 barna hópur vera í rými.
o Í 5.-10. bekk má að hámarki 25 barna hópur vera í rými.
o Starfsfólk: Hámark 10 starfsmenn mega vera samankomnir í rými.

 Nálægðartakmarkanir gilda fyrir hvert rými.
o 1.-4. bekkur: Nemendur eru undanskildir 2 m nálægðarreglu.
o 5.-10. bekkur: Nemendur skulu halda 2 m nálægðarreglu.
o Starfsfólk: Starfsmenn skulu halda 2 m nálægðarreglu.

 Grímuskylda er þar sem ekki er hægt að halda 2 m nálægðarreglu:
o Nemendur í 1.-4. bekk þurfa ekki að bera grímur svo lengi sem
fjöldatakmörkun er virt í rými.
o Nemendur í 5.-10. bekk þurfa alltaf að bera grímur í öllum rýmum
(þó ekki á skólalóð).
o Starfsfólk: Starfsmenn þurfa alltaf að bera grímur innanhúss þar
sem ekki er hægt að tryggja 2 m nálægðarreglu.
o Andlitsskjöldur er ekki gríma.

 Öll kennsla í íþróttum og sundi í 1.-10. bekk fellur niður.

 Einhver skerðing verður á kennslu í 5.-10. bekk.
o 5. bekkur: Skóla lýkur kl. 13:00.
o 6.-7. bekkur: Skóla lýkur kl. 13:15.
o 8.-10. bekkur: Skóla lýkur kl. 12:10. Nemendur geta svo unnið
heima í lotunum sínum.

Skóli opnar:
 Inn- og útgangar verða opnaðir um kl. 7:50.

Skólaakstur:
 Morgunferð óbreytt. Heimferðir kl. 12:20 og 13:20 fyrir þá nemendur sem
nota skólabíl.

Þrif:
 Eins og áður verður áhersla á að sótthreinsa sameiginlega snertifleti í
mötuneyti og list- og verkgreinastofur á milli hópa.

Mötuneyti:
 Nemendur í mötuneytisáskrift í 1.-7. bekk fá mat afgreiddan. Ekki er hægt
að afgreiða mat til nemenda á unglingastigi að þessu sinni.
o 1.-2. bekkur: Matur afgreiddur á frístundaheimilinu Bifröst.
o 3.-4. bekkur: Matur afgreiddur í bekkjarstofum.
o 5.-7. bekkur: Matur afgreiddur í mötuneyti (einn bekkur í einu) frá
kl. 11:05-13:10.

Gestakomur og fundir:
 Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að koma ekki inn í
skólabyggingarnar. Sé það hins vegar nauðsynlegt biðjum við ykkur
vinsamlegast um að bera andlitsgrímur og hanska.
 Fundarhöld takmarkast að mestu við fjarfundi.

Grímur:
 Við yrðum ykkur þakklát ef nemendur í 5.-10. bekk gætu komið með
fjölnota grímur að heiman. Nemendur þurfa að setja upp grímuna áður en
þeir ganga inn í skólann.
 Þeir nemendur í 5.-10. bekk sem ekki koma með grímur fá einnota grímu
afhenta við inn- og útganga.
 Það er ekki val um að bera grímu skv. reglugerð. Neiti nemandi í 5.-10.
bekk að bera grímu inni í rými verða viðkomandi forráðamenn beðnir um
að hlutast til um málið.
 Andlitsskjöldur er ekki gríma.

Nesti:
 Gott væri ef nemendur kæmu með vatn á brúsa í skólann.
 Við ætlum að reyna að koma því þannig fyrir að nemendur geti borðað
nesti sitt í bekkjarstofum.

Frímínútur og fatnaður:
 Búast má við að nemendur fari í reglubundnar gönguferðir, utan
frímínútna. Við biðjum forráðamenn að passa vel upp á að nemendur séu
klæddir eftir veðri.
 Við munum gæta eins vel og hægt er að árgangar blandist ekki saman á
skólalóð. Frímínútur verða sérstaklega skipulagðar.

Við viljum enn og aftur þakka velvild ykkar foreldra og forráðamanna og
skilning á aðstæðum skólastarfsins í ljósi C-19. Sá stuðningur er okkur
mikilvægur. Sem eitt stöndum við í skólasamfélagi Vallaskóla sterk.
Gætið að smitgát öllum stundum og munið að við erum öll almannavarnir.

Kær kveðja.
Starfsfólk Vallaskóla.