Skólasetning

skolasetning2014

Skólastarf í Vallaskóla hófst með formlegum hætti í dag. Að vanda bauð skólastjóri nemendur velkomna til starfa og setti svo skóla formlega með því að hringja hann inn með gamalli skólabjöllu. Nemendu mættu svo í sínar heimastofur til að taka við stundatöflum og nokkrum heilræðum frá umsjónarkennurum sínu. Skóli hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst. Fyrsti bekkur er þar undan skilinn en formlegur skóli hefst hjá honum þriðjudaginn 26. ágúst.