Skemmtilegur og áhugaverður fyrirlestur eftir áramótin

Starfsdaginn 3. janúar nk. mun Páll Ólafsson félagsráðgjafi og barnaverndarstarfsmaður koma til okkar í Vallaskóla og vera með fræðslu fyrir starfsmenn frá kl. 10:00 – 11:30 og síðan hádegisfræðslu fyrir foreldra frá kl. 12:00 – 13:00. Fyrirlestur Páls fjallar meðal annars um jákvæð samskipti foreldra og barna, uppeldi barna, barnavernd og netnotkun barna. Páll, sem heldur úti facebooksíðunni Jákvæð samskipti, hefur heimsótt fjölmarga grunnskóla landsins og lofar skemmtilegum, áhugaverðum og lifandi fyrirlestri.

Fyrirlesturinn mun fara fram í stofu 20 á Sólvöllum og verður boðið upp á súpu í matsalnum að honum loknum.

Foreldrar athugið! Vinsamlegast staðfestið þátttöku ykkar á súpufundinum með því að svara áður útsendum tölvupósti til ykkar (sent úr Mentor). Hægt er að staðfesta komu sína til og með 2. janúar 2014.

Sjáumst sem flest!