Samræmt könnunarpróf í 9. og 10. bekk

Samræmd könnunarpróf í 9. og 10. bekk skólaárið 2016-2017

Vikudagur dagsetning bekkur prófhluti
Þriðjudagur 7. mars 2017 9. og 10. bekkur fyrri hluti
Miðvikudagur 8. mars 2017 9. og 10. bekkur fyrri hluti
Fimmtudagur 9. mars 2017 9. og 10. bekkur seinni hluti
Föstudagur 10. mars 2017 9. og 10. bekkur seinni hluti

Í níunda bekk verða íslenska og hluti af ensku prófuð fyrri daginn en stærðfræði og hluti ensku síðari daginn. 

Próftími er tvær og hálf klukkustund. Tvær próflotur verða haldnar hvorn dag og skipuleggur skólastjóri hvenær hver nemandi þreytir próf. Hefst fyrri lota almennt klukkan 8:30 að morgni en upphaf þeirrar síðari miðast við lengd prófs hjá hverjum árgangi.