Opið hús í Vallaskóla á Selfossi

Þriðjudaginn 7. júní verður opið hús í Vallaskóla á Selfossi þar sem nemendur 7. – 10. bekkjar sýna afrakstur þemaverkefnisins Vallalands.

Verkefnið er þverfaglegt þar sem nemendahópar hafa unnið saman að því að stofna land/samfélag og skipuleggja alla innviði þess. Nemendur hafa unnið að verkefninu undanfarna viku í samstarfi við kennara og nærsamfélagið.

Sýningin er opin frá 10:00-12:00 og allir velkomnir.