Ökutæki unga fólksins – fræðsla á unglingastigi

Um daginn fengu nemendur unglingastigs fræðslu um notkun rafmagnshlaupshjóla og léttra bifhjóla. Eins og staðan er í dag þurfa notendur enga sérstaka þjálfun eða réttindi til að stýra þessum tækjum. Elín Esther ökukennari fór yfir helstu reglur sem gilda um mismunandi gerðir farartækja, hvar þau mega vera og hverjir mega aka hvaða ökutæki. 

Aldrei er góð vísa of oft kveðin og vonum við að nemendur hafi haft gagn af fræðslunni og séu öruggari í umferðinni. 

Vallaskóli 2020 (BAB)
Vallaskóli 2020 (BAB)