Ný heimasíða

Nýtt útlit heimasíðu Vallaskóla lítur nú dagsins ljós. Er útlitið nú í samræmi við aðrar heimasíður stofnana Árborgar.
Eins og gefur að skilja þá er enn verið að lagfæra og færa til efni á nýjum vef og í einhverjum tilvikum má búast við því að efni vanti enn á einhverjar undirsíður. Það er allt í vinnslu.

Vonum við að heimasíðan þjóni öllu skólasamfélagi Vallaskóla eins vel og hægt er en uppbygging hennar er í megindráttum sú sama og var með gömlu heimasíðuna. 

Allar ábendingar eru vel þegnar um það sem betur mætti fara eða það sem vel er gert. Vinsamlegast sendið þá póst á vallaskoli@vallaskoli.is .