Norræna skólahlaupið

Norræna skólahlaupið fór fram í frábæru veðri. Hlaupin var ný leið sem var inni á íþróttasvæðinu og Gesthúsasvæðinu og þurftu því krakkarnir aldrei að fara yfir götu í hlaupinu.

Elstu krakkarnir, 8.-10. bekkur byrjuðu fyrst um morguninn, síðan kom miðstigið og endað var á yngsta stiginu.

Nemendur í íþróttavali 10. bekkjar hjálpuðu til við fyrstu tvær umferðirnar og stóðu þau sig með stakri prýði.

Nokkrir nemendur hlupu 10 km og voru tvær stúlkur jafnfljótar með þá vegalengd; þær Andrea Vigdís 9. AH og Harpa Hlíf 9. HS.

Hægt er að sjá myndir frá hlaupinu í albúmi undir ,,Myndefni“.