Nám og leikur við ströndina

Þriðji bekkur Vallaskóla (árgangur 2011) fór í vettvangsferð á Eyrarbakka og Stokkseyri í vikunni. Farið var í Húsið og Sjóminjasafnið og tók Lýður Pálsson safnstjóri á móti hópnum.

Börnin skoðuðu alla króka og kima í Húsinu og fóru í ratleik á Sjóminjasafninu. Eftir nestisstund við Sjóminjasafnið var farið í Stokkseyrarfjöru þar sem börnin undu sér vel við leik og rannsóknir í fjörunni. Septemberveðrið lék við okkur og börnin stóðu sig með stakri prýði.

Hrönn, Kristín og Heiðdís umsjónarkennarar