My Final Warning á lokakvöldið

Strákarnir í hljómsveitinni My Final Warning stóðu sig vel í undankeppni Músíktilrauna á þriðjudaginn. Þeir eru komnir áfram í keppninni eftir að dómnefnd kvöldsins valdi þá drengi til að spila á lokakvöldinu. Úrslitakvöldið fer fram nk. laugadag í Íslensku Óperunni og hefst kl.16:00. Úrslitakvöldinu verður útvarpað beint á Rás 2. Aðgangseyrir er 1500 kr.

Það verður svo spennandi að sjá og heyra My Final Warning spila á laugardaginn og gaman að þeir skuli hafa náð inn á lokakvöldið. Það er ekki svo lítill árangur og drengirnir hafa svo sannarlega unnið fyrir því, enda dafnar þessi hljómsveit með hverju árinu og drengirnir að eflast sem tónlistarmenn.

Sjá enn fremur www.musiktilraunir.is .