Mikilvægar dagsetningar framundan í október

Kæru fjölskyldur nemenda Vallaskóla

Mikilvægar dagsetningar framundan í októbermánuði, vetrarfrí og skertur dagur:

Fimmtudaginn og föstudaginn nk. 14. og 15. október er haustfrí í skólanum skv. skóladagatali.

Mánudagurinn 18. október. Venjulegur skóladagur og kennt skv. stundaskrá.

Þriðjudaginn 19. október er skertur dagur skv. skóladagatali (nánar útskýrt í starfsáæltun skólans, sjá hér https://vallaskoli.is/skolinn/starfsaaetlun/ ).
Kl. 10:30 verður kennslu hætt og nemendur sendir heim. Foreldrar eru því beðnir um að gera ráðstafanir vegna þessa. Frístund tekur við þeim nemendum á yngsta stigi sem þar eru skráðir. Skólinn er í samvinnu við yfirmenn frístundar um það. Við hnykkjum á því að foreldrar verða ekki rukkaðir aukalega vegna lengdrar viðveru.

Af hverju skertur dagur?
Grunnskólar hafa leyfi skv. lögum að skerða kennslu 10 daga á hverju skólaári. Þriðjudaginn 19. október ætlum við að forgangsraða tímanum í þágu faglegra starfa. Kennarar munu þá vinna sérstaklega með stöðuna í námsmati tímabilsins, tengingu þess við kennslu og hæfniviðmið.

Miðvikudaginn 21. október. Venjulegur skóladagur og kennt skv. stundaskrá.

Miðvikudagurinn 27. október. Bangsadagurinn. Sjá dagskrá í vikubréfum umsjónarkennara.

Minnt er á notkun endurskinsmerkja.

Við minnum áfram á að nemendur eiga að geyma hlaupahjól sín úti (ekki inni í skólanum) eins og um reiðhjól væri að ræða. Það má ekki nota þessi ökutæki á skólalóð og þau eiga að vera læst á geymslusvæðum.

Hafið það sem allra best.

Með kærri kveðju.

Starfsfólk Vallaskóla

https://unsplash.com/photos/uuBBew6g2jM