Með allt á hreinu á degi gegn einelti

Föstudaginn 31. janúar var dagskrá á sal skólans í tilefni af degi gegn einelti í Vallaskóla. Nemendur mættu á sal eftir stigum og hlýddu þar á hugvekju Guðbjarts skólastjóra. Að því loknu voru úrslit kynnt í myndasamkeppni í tilefni dagsins. Sigurvegararnir fengu bíómiða í Selfossbíó að launum, og fylgdi popp og gosdrykkur að sjálfsögðu með. Við þökkum öllum þátttakendum innilega fyrir sitt framlag.

 

 

 

 

 

 

 

 

Blandad efni, 2013-2014, dagur gegn einelti 31. januar (17)m 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ljósmynd: Vallaskóli 2014, dagur gegn einelti.

 

Með allt á hreinu

Á efsta stigi fengum við að auki góða gesti úr Verzlunarskóla Íslands en Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands kynnti fyrir nemendum sitt árlega leikrit sem sett verður upp í Austurbæ. Að þessu sinni verður leikritið Með Allt á Hreinu, eftir samnefndri kvikmynd, sett upp. Fleiri sýningar verða í framhaldi af frumsýningu þar sem grunnskólanemum býðst sérstakt tækifæri til að sjá sýninguna. Kynningin samanstóð af tónlistarmyndbandi, dans- og söngatriði og kynningu á verkinu þar sem m.a. leikararnir sögðu frá sýningunni. Það var virkilega gaman að fá þessi hressu ungmenni til okkar frá Verzlunarskólanum og þökkum við kærlega fyrir skemmtunina.

Ljósmynd: Vallaskóli 2014, nemendur Verzlunarskóla Íslands.

Ljósmynd: Vallaskóli 2014, nemendur Verzlunarskóla Íslands.
 
Hægt er að sjá fleiri myndir í myndaalbúmi hér á vefnum.

Úrslitin í myndakeppninni:

1. bekkur

Einstaklingsmynd: David Oskar 1. UG.

Hópmynd: Þóra og Júlíus Geir 1. KV.

2. bekkur

Einstaklingsmynd: Ásgerður Birna 2. GG.

Hópmynd: Selma Lísa, Júlía Katrín og Erla Margrét 2. GM.

3. bekkur

Einstaklingsmynd: Rúrik 3. IG.

Hópmynd: Wojcíech og Filip 3. IG.

4. bekkur

Einstaklingsmynd: Elin S. 4. MS.

Hópmynd: Sveinn Atli og Óli Gunnar 4. SS.

5. bekkur

Einstaklingsmynd: Sindri 5. SMG.

Hópmynd: Birta og Ásta 5. MK.

6. bekkur

Einstaklingsmynd: Sigríður María 6. GEM.

Hópmynd: Íris, Sara og Kata 6. GEM.

7. bekkur

Einstaklingsmynd: Daníela 7. BA.

Hópmynd: Erla og Birgitta 7. BA.

8. bekkur

Hópmynd: Karolina og Kolbrún 8. MA.

9. bekkur

Hópmynd: Ída Bjarklind 9. DS og Guðlaug Hildur 9. MM.

Myndband, hópverkefni: Hallgerður 9. KH, Þórunn 9. KH og Anna María 9. MM.

10. bekkur

Einstaklingsmynd: Rannveig Óla 10. RS.

Hópmynd: Helgi 10. SHJ, Aron 10. SAG og Ísak, Sveinn og Þorvaldur 10. RS.