Litlu jól Vallaskóla

Litlu jól Vallaskóla voru haldin hátíðleg í dag.

Nemendur 4. árgangs fluttu helgileik og ekki hægt að segja annað en að frammistaða þeirra var frábær og mega þau vera stolt af sér. Við erum það svo sannarlega.

Þá stigu nemendur 2. árgangs á svið og sungu fallega 2 jólalög, flutningurinn þeirra var einnig til mikillar fyrirmyndar. Hér innan veggja skólans er svo sannarlega mikill hæfileikaauður.

Eftir söng 2. árgangs var dansað í kring um jólatréð og spilaði hljómsveit skólans, blönduð starfsfólki og nemendum fyrir dansi.

Jólasveinarnir runnu greinilega á jólalögin og kíktu í heimsókn við mikinn fögnuð viðstaddra.

Eldra stig byrjaði daginn á stofujólum og hittust svo og tóku einn dans eða tvo í kringum jólatréð áður en þau héldu út í jólafrí.

Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)
Vallaskóli 2023 (IDR)