List í nærumhverfi

Næstkomandi föstudag, 25. apríl, verður opnuð sýningin List í nærumhverfi, en sýningin er afrakstur þemadaga í Vallaskóla sem haldnir voru fyrr í mánuðinum. Um er að ræða listsýningu 519 listnema í Vallaskóla og tengist dagskrá hátíðarinnar Vor í Árborg. Sýningin opnar með formlegum hætti kl. 13.00 og er opin gestum og gangandi til kl. 17.00. Sérstök atriði nemenda verða við opnun.

Laugardaginn 26. apríl er einnig opið og þá frá kl. 11.00 til 15.00.

Gengið er inn um aðalanddyri Vallaskóla.

Verið velkomin!